Í heimum íslenskra spunaspilara er skortur á íslenskum orðum yfir helstu hugtök sem að áhugamálinu snúa viðvarandi vandamál. Tilraun til að leysa vandamálið hófst í febrúar árið 2017 sem umræða innan hópsins Roleplayers á Íslandi. Upp úr umræðunni spratt töfluskjal sem inniheldur bestu tilraunir spunaspilarasamfélagsins til að mynda sameiginlegt orðasafn.
Þær þýðingar sem finna má á þessari síðu eru allar upprunnar í töfluskjalinu. Þær eru afrakstur samvinnu fjölmargra aðila innan Facebook-hópsins. Upphafsmaður umræðunnar og stofnandi töfluskjalsins er Matthías Páll Gissurarson. Umsjónaraðili þessarar vefsíðu er Eiríkur Ernir Þorsteinsson.
Töfluskjalið (sjá tengil að ofan) tekur enn við breytingum. Stefnt er að því að allar þýðingar skjalsins rati inn á vefsíðuna fyrr eða síðar.
En það allra besta sem þú getur gert er að nota ástkæra ylhýra við þitt spilaborð eftir fremsta megni.